Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Illugason

(1700–í júlí 1744)

Prestur.

Foreldrar: TIIugi bóndi Jónsson í Nesi í Höfðahverfi og kona hans Þorgerður Sigurðardóttir prests á Þönglabakka, Gunnlaugssonar. Lærði í Hólaskóla (er þar veturinn 1718–19), var síðan í þjónustu Steins byskups Jónssonar, fekk Bergsstaði 10. nóv. 1725, vígðist í apríl eða maí 1726, en það sumar kom síra Björn Magnússon út með konungsveiting fyrir Bergsstöðum, og varð þá síra Skúli að fara þaðan 1727 og var til heimilis á Seylu, fekk Möðruvallaklaustursprestakall 11. apr. 1727, braut að vísu af sér prestskap þar með of bráðri barneign með konu sinni, fekk uppreisn 25. jan. 1737 og hélt prestakallið til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann heldur lélegan vitnisburð. Hann var orðlagður söngmaður, Átti fyrst heima að Reistará, en frá 1735 að Ósi.

Kona (17. okt. 1734): Helga Tómasdóttir að Ósi, Tómassonar.

Börn þeirra: Síra Tómas á Grenjaðarstöðum, Þuríður átti fyrr Svein Halldórsson að Syðri Bægisá, síðan Martein sst. Guðmundsson, Jón, Erlendur dó ungur, Benedikt dó ungur.

Helga ekkja síra Skúla átti síðar síra Jón Þórarinsson í Mývatnsþingum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.