Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Gíslason

(14. ág. 1825–2. dec. 1888)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Gíslason á Gilsbakka og kona hans Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Þórarinssonar.

F. að Vesturhópshólum. Fór 11 ára til frænda síns, síra Jóns Konráðssonar að Mælifelli og lærði þar undir skóla. Var óreglulegur nemandi í Bessastaðaskóla 1844, en fullkominn 1845, var síðan í Reykjavíkurskóla, stúdent 1849, með 1. eink. (93 st.), skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. s.á., tók annað lærdómspróf 1851, próf í kirkjufeðralatínu 1853 og guðfræðapróf 25. jan. 1855, öll með 1. einkunn. Stundaði kennslu í Rv. veturinn 1855–6, fekk Stóra Núp 5. febr. 1856, vígðist 25. júní s.á., fekk Breiðabólstað í Fljótshlíð 17. ág. 1859 og hélt til æviloka, gegndi og Fljótshlíðarþingum frá 1879, en þá voru þau sameinuð Breiðabólstað. Prófastur í Rangárþingi, settur 22. mars 1880, 19 skipaður 25. júní 1881, og var það til æviloka. Amtráðsmaður 1878–88. Var ræðumaður og hagmæltur. Pr. er eftir hann fáeinar húskveðjur, líkræður og grafskriftir og allmargt þjóðsagna í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Kona (1. júní 1858): Guðrún (f. 23. nóv. 1838, d. 19. dec. 1918) Þorsteinsdóttir prests í Reykholti.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Skúli í Odda, Þorsteinn skólagenginn, fór til Vesturheims, Sofía átti Gunnlaug dbrm. Þorsteinsson að Kiðjabergi, Helgi stúdent, bjó lengi að Herríðarhóli, síðast skrifstofumaður í Rv., síra Gísli á Stóra Hrauni (Skýrslur; Vitæ ord. 1856; Prestafélagsrit, '. árg.; HÞ. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.