Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Guðmundsson

(25. okt. 1862– 1. júní 1946)

. Bóndi. Foreldrar: Guðmundur (d. 12. mars 1883, 88 ára) Brynjólfsson á Keldum á Rangárvöllum og 3.

Kona hans Þuríður (d. 23. okt. 1898, "72 ára) Jónsdóttir í Skarðshlíð, Sigurðssonar. Bóndi á Keldum frá 1896 til æviloka.

Fræðimaður og einkum vel að sér í sögu Rangárþings að fornu og nýju. R. af fálk. Kona (20. júní 1895): Svanborg (f. 1. ág. 1863) Lýðsdóttir í Hlíð í Gnúpverjahreppi, Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Aldís átti Harald Thorarensen á Móeiðarhvoli, Þuríður átti Theodór smið Árnason í Vestmannaeyjum, Guðmundur á Keldum, Lýður á Keldum, Helga átti Jón Egilsson frá Stokkalæk, Kristín átti fyrr Sigurð Jónsson á Sigurðarstöðum í Bárðardal, síðar Ágúst hreppstjóra Andrésson á Hemlu (s.k. hans) (Br7.; ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.