Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Bogason

(14. júní 1881 –6. febr. 1949)

. Læknir. Foreldrar: Bogi (d. 22. dec. 1889, 50 ára) Pétursson læknir og kona hans Kristín (d. 10. jan. 1927, 64 ára) Skúladóttir læknis Thorarensens. Fæddur í Rv.

Stúdent í Rv. 1901 með 1. eink. (102 st.). Lauk prófi í læknisfræði við háskólann í Kh. 13. jan. 1908 með 1. eink. (2032 st.); lauk embættislæknaprófi þar 1916 með 1. eink. (93 st.).

Var á sjúkrahúsum 1908–10.

Starfandi læknir í Æbeltoft 1910– 16. Skipaður héraðslæknir í Sönder Djurslandslæknishéraði 21. okt. 1916, í Djurslandslæknishéraði 1. júní 1928, í Marselisborgarhéraði með aðsetri í Árósum 1. mars 1930; oft settur amtslæknir þar.

Læknir við Æbeltoft-Trustrupjárnbrautina 1910–30, og við ríkisjárnbrautirnar dönsku frá 1932. Ritstörf: Ugeskrift for Læger. Kona (29. júlí 1910): Anna (f. 7. nóv. 1884) hjúkrunarkona, dóttir Jens Marius Antons kaupm. Olsen í Svendborg á Fjóni. Börn þeirra: Ragna hjúkrunarkona, Poul lyfjafræðingur í Kh., Kirsten átti Daniel Pedersen lækni í Vejle, Gerda læknir átti Hans Jörgen Baden-Jensen kaupsýslumann í Kh. (Lækn.; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.