Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli Bergþórsson

(1819–2. apr. 1891)

Skáld.

Foreldrar: Bergþór Jónsson að Sauðá og kona hans Jóhanna Skúladóttir.

Bjó á Meyjarlandi (lengstum) og í Kálfárdal. Í Lbs. eru eftir hann kvæði. Rímur eru eftir hann af Fíraret, Gjólusi og Gnata, Nikulási leikara, Ólafi og Þóru, Þorsteini fagra, Þorsteini hvíta, (með Jóni Jónssyni) af Jóhanni og Jóhönnu (pr.). JBf. (Ritht.) segir öftustu rímuna í Hjálmarsrímum eftir Hallgrím Jónsson (Ak. 1859) vera eftir Skúla (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.