Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skúli (Pétur Kristján) Thorlacius (Þórðarson)

(11. febr. 1806–25. nóv. 1870)

Fulltrúi.

Foreldrar: Þórður sýslumaður Thorlacius (Skúlason rektors) og kona hans Gythe, f. Hovitz.

F. í Eskifirði. Að tilhlutan afa síns, Skúla rektors, var hann fenginn 9 ára í hendur Steingrími síðar byskupi Jónssyni (með fram í því skyni, að afsprengi hans næði að einhverju leyti að festa rætur á Íslandi), stúdent frá honum 1. ág. 1823, með góðum vitnisburði, tók aðgöngupróf í háskólanum í Kh. sama haust og 2. lærdómspróf 1824, hvort tveggja með 2. einkunn. Lagði stund á lögfræði (enn 1843) og jafnvel náttúrufræði. Hafði framan af mikil mök við landa sína og var í flokki Fjölnismanna. Komst í skjalasafn utanríkismála Dana og var þar fulltrúi lengi.

Kona: Gythe Katrín Böggild (þau systkinabörn).

Börn þeirra: Anita, Þórður, Karen, Brynjólfur (Lbs. 48, fol.; PEÓl. JSig.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.