Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skarphéðinn Þorkelsson

(15. febrúar 1912–21. apríl 1950)

.

Læknir, Foreldrar: Þorkell (d. 7. apr. 1928, 49 ára) Guðmundsson bátasmiður í Rv. og kona hans Signý (d. 13. nóv. 1918, 40 ára) Guðmundsdóttir í Leirulækjarseli á Mýrum, Guðmundssonar. Stúdent í Rv. 1932 með 1. einkunn (6,45). Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 30. maí 1940 með 1. einkunn (165 st.). Settur héraðslæknir í Reykjarfjarðarhéraði frá 1. okt. 1938. Námskandídat í landsspítalanum í Rv. júní 1940 – maí 1941. Settur héraðslæknir í Hesteyrarhéraði 26. júní 1941; skipaður 9. okt. s. á.

Veitt Hornafjarðarhérað 30. júní 1943 og gegndi því embætti til æviloka; sat í Höfn.

Kona (15. júní 1940): Lára Sesselja (f. 15. sept. 1918) Björnsdóttir verkamanns í Rv., Benediktssonar. Börn þeirra: Jóhann Sæþór, Borghildur Kristín, Auður Signý, Birna Þorkatla (Lækn.; skýrslur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.