Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skapti Jósepsson

(um 1650–5. ág. 1722)

Lögsagnari.

Foreldrar: Síra Jósep Loptsson á Ólafsvöllum og kona hans Sigríður Ísleifsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Eyjólfssonar, Lærði í Skálholtsskóla, lenti í galdramáli, hvarf frá námi, fluttist norður, varð lögsagnari í Hegranesþingi 1689 og lengi síðan, en lögréttumaður þar 1691. Bjó á Bjarnastöðum í Unadal, Ytri Brekkum, síðast á Þorleiksstöðum í Blönduhlíð. Vel gefinn maður, mikilmenni og mikilsvirtur.

Kona: Guðrún (f. um 1657, d. 1720) Steingrímsdóttir að Hofi í Skagafjarðardölum, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Síra Þorleifur officialis að Múla, síra Árni í Sauðanesi, Magnús á Víðimýri, Ingibjörg átti Ólaf Þorláksson í Héraðsdal, Kristín átti Magnús Arason, Jósep dó í miklu bólu (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.