Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skafti Þórarinsson

(12. öld)

Prestur að Mosfelli í Mosfellssveit eigi síðar en 1121 til 1143 eða lengur.

Foreldrar: Þórarinn Skeggjason (Bjarnasonar spaka, beint af TIngólfsætt) og kona hans Æsa Fiska-Finnsdóttir.

Kona: Valgerður Skúladóttir, Jörundssonar (af Straumfirðingaætt).

Sonur þeirra: Helgi Prestur í Saurbæ á Kjalarnesi, faðir Sveins gleiðs, föður Helga að Lokinhömrum, Þórarins, Þorbjargar, Péturs, nefndir Gleiðungar, Halldóra, er fylgdi Þorvaldi Snorrasyni að Vatnsfirði (Dipl. Isl.; Eg.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.