Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skafti Árnason

(í sept. 1720 [1722, Vita] – 3. mars 1782)

Prestur.

Foreldrar: Síra Árni Skaftason í Sauðanesi og f. k. hans Valgerður Pétursdóttir á Torfastöðum í Vopnafirði, Bjarnasonar. F. í Sauðanesi.

Lærði frá 1736 hjá föðurbróður sínum, síra Þorleifi að Múla, tekinn í Hólaskóla 1741, komst þar veturinn 1744–5 í klandur (þjófnað) með öðrum skólabróður sínum (Illuga Sigurðssyni, síðar kirkjupresti), og varð af mikil rekistefna, en konungur gaf þeim upp sakir 22. apr. 1746, varð ekki stúdent þaðan, en fór utan 1748, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 20. dec. 1748, og var það auðvitað jafngilt, fekk konungsleyfi 29. nóv. 1748 til að vera prestur (brot hans þar talið æskubrek), kom til landsins 1749, vígðist 19. júlí 1750 aðstoðarprestur föður síns, bjó 1754–7 að Skálum á Langanesi, fekk Hof í Vopnafirði 1757 og hélt til æviloka, þjónaði síðustu árin einnig Möðrudal. Eftir hann er í Lbs. dagbók eða ferðasögubrot 1748.

Kona (20. okt. 1753): Guðrún (d. 10. dec. 1810, 78 ára) Guðmundsdóttir prests að Hofi í Vopnafirði (síðast á Refsstöðum), Eiríkssonar.

Börn þeirra: Guðrún átti Björn stúdent Björnsson í Böðvarsdal, síra Árni að Hálsi í Hamarsfirði, síra Guðmundur að Berufirði, Jósep stúdent, síra Skafti á Skeggjastöðum, Valgerður átti fyrst Stefán Stefánsson frá Landamóti í Kinn, skildi við hann, fór utan, vann þar í spunaverksmiðju, kom aftur til landsins og giftist þá Guðmundi Bjarnasyni af Sléttu (bjuggu í Núpasvei, Hákon Hoff hermaður í Kh., Sigríður varð úti, óg. og bl. (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.