Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skafti Tímótheus Stefánsson

(3. nóv. 1808–9. apr. 1836)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Stefán Þorsteinsson á Völlum og kona hans Guðrún Einarsdóttir prests á Sauðanesi, Árnasonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1827, stúdent 1832, með ágætum vitnisburði (ágætlega í 10 námsgreinum, 1. eink. í 2 greinum, en þó 2. einkunn í einni). Fór utan 1833 og var þá skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh., með 1. einkunn, tók 1834 annað lærdómspróf með ágætiseinkunn.

Lagði stund á málfræði, drukknaði í höfninni í Kh. Talinn einn hinn efnilegasti maður og ástsæll. Ókv. og bl. (Bessastsk.; skýrslur ýmsar; HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.