Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Skafti Skaftason
(20. apríl 1761–26. nóv. 1804)
Prestur.
Foreldrar: Síra Skafti Árnason að Hofi í Vopnafirði og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir prests að Hofi og Refsstöðum, Eiríkssonar. F. að Hofi. Lærði fyrst hjá síra Gísla Magnússyni í Sauðanesi, var í Hólaskóla 2 vetur (1782–4), en tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1786, stúdent 2. júní 1790. 29. ág. 1791 var lagt fyrir hann að taka Skeggjastaði, vígðist 10. júní 1792 og hélt til æviloka, andaðist úr gulu, Þókti gáfnatregur, en hæglátur og góður búmaður.
Var að vísu 16. ág. 1797 dæmdur frá prestskap fyrir of bráða barneign með konu sinni, en leyft 1. júlí s. á. að halda prestakallinu, þangað til úrskurður konungs kæmi (og er hann dagsettur 13. maí s.á. og honum þar leyft að halda kallinu).
Kona (1. júlí 1796): Guðrún (f. 5. maí 1772, d. 2. ág. 1846) Einarsdóttir prests í Sauðanesi, Árnasonar.
Börn þeirra: Margrét óg. og bl., Einar að Svínavatni, Stefán rennismiður á Ásmundarstöðum á Sléttu, Jósep læknir að Hnausum. Guðrún ekkja síra Skafta átti síðar síra Stefán Þorsteinsson á Völlum (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Skafti Árnason að Hofi í Vopnafirði og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir prests að Hofi og Refsstöðum, Eiríkssonar. F. að Hofi. Lærði fyrst hjá síra Gísla Magnússyni í Sauðanesi, var í Hólaskóla 2 vetur (1782–4), en tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1786, stúdent 2. júní 1790. 29. ág. 1791 var lagt fyrir hann að taka Skeggjastaði, vígðist 10. júní 1792 og hélt til æviloka, andaðist úr gulu, Þókti gáfnatregur, en hæglátur og góður búmaður.
Var að vísu 16. ág. 1797 dæmdur frá prestskap fyrir of bráða barneign með konu sinni, en leyft 1. júlí s. á. að halda prestakallinu, þangað til úrskurður konungs kæmi (og er hann dagsettur 13. maí s.á. og honum þar leyft að halda kallinu).
Kona (1. júlí 1796): Guðrún (f. 5. maí 1772, d. 2. ág. 1846) Einarsdóttir prests í Sauðanesi, Árnasonar.
Börn þeirra: Margrét óg. og bl., Einar að Svínavatni, Stefán rennismiður á Ásmundarstöðum á Sléttu, Jósep læknir að Hnausum. Guðrún ekkja síra Skafta átti síðar síra Stefán Þorsteinsson á Völlum (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.