Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skafti Loptsson

(– – 1621)

Prestur,

Foreldrar: Síra Loptur Þorkelsson að Húsafelli og kona hans Halldóra (föðurnafns ekki getið). Virðist vera orðinn prestur (aðstoðarprestur föður síns?) 1563, fekk Setberg 1571 og hélt til æviloka. Varð prófastur í Snæfellsnessýslu (líkl. 1596), er það 1610 og enn 1617.

Mikilhæfur maður og vel metinn.

Kona 1: Þórdís Brandsdóttir. Dóttir þeirra: Sigríður f. k. Torfa Ögmundssonar að Leirá; sumir telja og dætur þeirra: Helgu, sem átti Jón bónda Þorgilsson á Brimilsvöllum, og Solveigu, sem átti Sigurð Ögmundsson í Bjarnarhöfn (aðrir telja þær börn hans og s.k.).

Kona 2: Hallvör Eyjólfsdóttir prests á Melum, Grímssonar.

Börn þeirra: Síra Loptur að Setbergi, Þórdís átti Torfa Gíslason, Björnssonar prests í Saurbæ, Gíslasonar, Guðný s. k. síra Gunnars Pálssonar á Gilsbakka; sjá og það, er áður segir um þær Helgu og Solveigu, og er sennilegra, að þær hafi verið dætur Hallvarar (HbÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.