Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skafti Jónsson

(26. apr. 1855–24. júlí 1887)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Þorvarðsson í Reykholti og kona hans Guðríður Skaftadóttir dbrm. og smáskammtalæknis í Rv., Skaftasonar. F. í Hvammi í Norðurárdal. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1867, stúdent 1875, með 1. einkunn (85 st.), próf úr prestaskóla 1877, með 1. einkunn (43 st.). Kennari í Stykkishólmi næsta vetur. Fekk Hvanneyri 13. júlí 1878, vígðist 28. s.m. og hélt til æviloka.

Kona: Dagbjört Solveig (f. 4. apr. 1852, d. 21. febr. 1891) Guðmundsdóttir að Setbergi við Hafnarfjörð, Guðmundssonar; þau "áttu 1 dóttur, Guðríði (BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.