Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Skafti (Björn Skafti) Jósepsson

(17. júní 1839–16. mars 1905)

Ritstjóri.

Foreldrar: Jósep læknir Skaftason að Hnausum og kona hans Anna Margrét Björnsdóttir umboðsmanns Ólsens á Þingeyrum.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1855, stúdent 1861, með 2. einkunn (76 st.). Stundaði um hríð laganám í háskólanum í Kh., en tók ekki próf. Varð 1872 verzlunarmaður við Grafarós, 1874 settur sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Var síðan á Akureyri 1875–91 og stundaði þar málflutning og ritstjórn, en síðan á Seyðisfirði til æviloka. Ritstjóri: Norðlingur, Ak. 1875–82; Austri, Seyðisf. 1891–5.

Talinn einn hinn mesti kraftamaður á yngri árum, fjörmaður og gleðimaður. Stofnaði bókasafn Austurlands 1892 og gekk ötullega fram í söfnun bóka til þess.

Kona: Sigríður Þorsteinsdóttir prests að Hálsi í Fnjóskadal, Pálssonar.

Börn þeirra: Þorsteinn póstafgrm. á Seyðisfirði, Ingibjörg ritstjóri sst., Halldór bókari í landsímanum í Rv. (Óðinn IV; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.