Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigvarður Halldórsson

(– – 1550)
Ábóti í Þykkvabæ um 1527–48. Kann að hafa verið af Sigvalda langalíf (sonarsonur hans?). Að vísu var hann kærður af Ögmundi byskupi Pálssyni fyrir að hafa sett sig fyrir vald kirkjunnar og byskups. En þetta jafnaðist, enda var Sigvarður ábóti vel metinn maður og hefðarklerkur, Og þann sóma sýndi Ögmundur byskup ábótanum að fela honum skömmu síðar að vígja príor að Skriðuklaustri. Sigvarður ábóti var byskupsefni kaþólskra manna 1548 í Skálholtsbyskupsdæmi, en fal Jóni byskupi Arasyni þá umboð sitt. Fór ábóti þá utan, en Marteinn Einarsson, byskupsefni lútherskra manna, varð hlutskarpari að vild konungs. Var hann síðan í Danmörku til æviloka, að síðustu horfinn til lútherskrar trúar (Dipl. Isl.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.