Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigvaldi Snæbjarnarson

(4. febr, 1772 [1774, Vita]– 1. nóv. 1860)

Prestur.

Foreldrar: Síra Snæbjörn Halldórsson í Grímstungum og kona hans Sigríður Sigvaldadóttir prests að Húsafelli, Halldórssonar. F. á Þönglabakka. Tekinn í Hólaskóla 1789, Varð að fara úr skóla á útmánuðum 1797 vegna barneignar (með Þorbjörgu Þorleifsdóttur, er síðar átti Hall Þórðarson í Hvammi í Hjaltadal), fekk uppreisn 19. maí s.á., stúdent 10. maí 1798, með góðum vitnisburði fyrir gáfur, söng og lundarfar, vígðist 27. apr. 1800 aðstoðarprestur föður síns, fekk Grímstungur 7. apr. 1809, við uppgjöf hans, lét þar af prestskap vorið 1848, bjó þar til 1850, fluttist þá að Hvammi í Vatnsdal og andaðist þar. Var dugnaðarmaður og góður búhöldur, prúðmenni og prýðilega látinn.

Kona 1 (13. júní 1806): Ólöf (d. 4. júlí 1822, 59 ára) Eiríksdóttir, ekkja síra Jóhannesar Ólafssonar að Vesturhópshólum.

Sonur þeirra síra Sigvalda: Jóhannes smiður, varð úti 1843, bl.

Kona 2 (10. nóv. 1822): Gróa (f. 17. nóv. 1796, d. 1. maí 1847) Bjarnadóttir í Þórormstungu, Steindórssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Sigvaldi ókv. og bl., Síra Bjarni á Stað í Steingrímsfirði, Ólöf Margrét átti Benedikt umboðsmann Blöndal í Hvammi í Vatnsdal, Ólafur læknir í Bæ í Króksfirði (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.