Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigvaldi Halldórsson

(um 1706–1756)

Prestur.

Foreldrar: Síra Halldór Árnason að Húsafelli og kona hans Halldóra Illugadóttir prests í Grímsey, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1723, stúdent 1728.

Árið 1730 vildi byskup ekki vígja hann aðstoðarprest föður hans, vegna vanþekkingar, en þókti hann hafa tekið þeim framförum næsta vetur, að hann vígði hann til þessa starfs 22. apr. 1731, bjó að Stóra Ási, fekk Húsafell 16. júlí 1736 og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann mjög lélegan vitnisburð.

Kona: Helga (d. um 1776–7T) Torfadóttir prests á Reynivöllum, Halldórssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Torfi djákn í Odda bl., Halldór bl., Guðríður óg. og bl., Þórarinn Lilliendal sýslumaður, Sigríður átti síra Snæbjörn Halldórsson í Grímstungum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.