Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigvaldi Halldórsson

(16. og 17. öld)

Lögsagnari á Búlandi.

Foreldrar: Halldór sýslumaður Skúlason og kona hans Ingveldur góða Þorvaldsdóttir. Hafði dómnefnu í Skaftafellsþingi 1608, var lögréttumaður a. m. k. 1591–1618.

Kona: Elín (d. 1609) Jónsdóttir sýslumanns í Hjarðardal, Ólafssonar.

Börn þeirra: Eiríkur lögréttumaður á Búlandi, Halldóra átti Árna Árnason, Stefánssonar, Þórunn átti Jón Jónsson að Brekkum í Mýrdal, Guðrún átti Einar Þormóðsson ættaðan úr Skaftafellssýslu, Guðrún yngri átti Jón Jónsson að Hólmum í Meðallandi (Alþb. Ísl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.