Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigvaldi (Stefánsson) Kaldalóns

(13. janúar 1881–28. júlí 1946)

. Læknir, tónskáld. Foreldrar: Stefán (d. 30. nóv. 1931, 85 ára) Egilsson múrari í Rv. og kona hans Sesselja (d. 9. apr. 1947, 88 ára) ljósmóðir Sigvaldadóttir gull- og silfursmiðs í Straumfirði, Einarssonar.

Stúdent í Rv. 1902 með 2. einkunn (69 st.). Lauk prófi við læknaskólann í Rv. 19. júní 1908 með 2. eink. lakari (9028 st.).

Var á sjúkrahúsum í Danmörku 1908–09. Staðgöngumaður héraðslæknis í Hólmavíkurhéraði veturinn 1909–10. Skipaður héraðslæknir í Nauteyrarhéraði 27. apr. 1910; sat í Ármúla; fekk lausn vegna vanheilsu 18. sept. 1922; fór á næsta ári til Danmerkur til heilsubótar, en dvaldist í Rv. 1924–26. settur héraðslæknir í Flateyjarhéraði 20. maí 1926; veitt það embætti 18, mars 1927. Skipaður héraðslæknir í Keflavíkurhéraði 28. okt. 1929; sat í Grindavík. Var Veitt lausn með fullum launum frá 1. okt. 1941, en var eftir það starfandi læknir í Grindavík, Vann mikið að tónsmíðum og gaf út mörg sönglög (sjá Lækn.); naut styrks úr ríkissjóði sem tónskáld frá 1923.

Kona (16. sept. 1909): Karen Margrethe Christiane (f. 26. nóv. 1882) hjúkrunarkona í Kh., dóttir skógarvarðar konungs í Nöddebo á Sjálandi, Mengel-Thomsen. Börn þeirra, sem upp komust: Snæbjörn Stefán lyfjafræðingur í Rv., Sigvaldi Þórður garðyrkjufræðingur (d. 1948), Cecilie Marie átti Jón héraðslækni Gunnlaugsson á Reykhólum (Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.