Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Þórólfsson

(11. júlí 1869–1. mars 1929)

Kennari.

Foreldrar: Þórólfur Einarsson í Holti á Barðaströnd og kona hans Margrét Guðmundsdóttir í Litlu Hlíð á Barðaströnd, Guðmundssonar. Próf úr Ólafsdalsskóla 1892, lauk síðan kennara“ prófi úr Flensborgarskóla 1893.

Stundaði síðan barnakennslu um hríð. Var í lýðháskóla í Askov veturinn 1901–2, hafði skóla í Rv. veturinn 1902–3, Í Búðardal 1903–5. Stofnaði síðan skóla í Hjarðarholti og að Hvítárbakka með landsjóðsstyrk og bjó þar jafnframt (1905–20). Bjó síðast í Ráðagerði á Seltjarnarnesi. Ritstörf: Frumatriði jarðræktarfræðinnar, Rv. 1901; Hinn fyrirhugaði lýðskóli, Rv. 1902; Jean Jac. Rousseau, Rv. 1903; Kraftur hins lifandi orðs, Rv. 1904; Minningar feðra vorra I–II, Rv. 1909–10; Á öðrum hnöttum, Rv. 1915; Alþýðleg veðurfræði, Rv. 1919; Dulmætti og dultrú, Rv. 1922; Jafnaðarstefnan, Rv. 1924. Ritstjóri: Plógur, Rv.1899–1907; Gaman og alvara, Rv. 1900; Lýðskólaljóð, Rv. 1902.

Kona 1 (1896): Anna (d. 1901) Guðmundsdóttir skipstjóra í Hafnarfirði, Ólafssonar. Dóttir þeirra: Kristín (Lovísa) alþingismaður átti Karl vara-slökkviliðsstjóra Bjarnason.

Kona 2 (1904): Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir á Kárastöðum á Vatnsnesi, Jónatanssonar,

Börn þeirra: Síra Þorgrímur (Vídalín) á Staðastað, Anna átti Skúla Þorsteinsson skólastjóra á Eskifirði, Guðmundur Axel, Guðrún átti Jón Eiríksson lækni, Margrét átti Þórð Guðmundsson verzlm., Aðalheiður átti Jón Sigurgeirsson stýrim., (Sigurmar) Ásberg lögfr., Áslaug, Valborg uppeldisfr. (Óðinn llsÁViðar, 5rárps; Brlssosf10).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.