Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Þórðarson

(um 1688–1767)

Prestur.

Foreldrar: Þórður Jónsson á Laxamýri og kona hans Guðrún Sigurðardóttir stúdents í Tungu á Tjörnesi, Björnssonar. Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1712, fekk 7. sept. 1723 Brjánslæk, vígðist 3. okt. s. á. og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann lélegan vitnsburð, og mun skjóta skökku við; hann var mikilmenni, andríkur kennimaður, vel gefinn, skáldmæltur (sjá Lbs.); sálmar eftir hann og pr. í Daglegu kvöld- og morgunoffri, Hól. 1780 og Viðey 1837.

Þýðingar eftir hann (í Lbs.): Ein andleg jólastofa eftir E. Naur og Andlegar umþenkingar eftir P. Hersleb. Sagnir eru um hann.

Kona: Sigríður (f. um 1693, 69 ára 1762) Gunnlaugsdóttir í Svefneyjum, Ólafssonar.

Synir þeirra: Síra Gunnlaugur að Brjánslæk, síra Guðbrandur að Brjánslæk (Saga Ísl. VI; HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.