Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Þórðarson

(29. maí 1899–10. júní 1935)

Prestur.

Foreldrar: Þórður kennari Davíðsson á Skeiði í Selárdal og kona hans Bjarghildur Jónsdóttir. Stúdent úr menntaskóla 1920 (52 st.), próf úr guðfræðadeild háskóla Íslands 18. júní 1924, með 1. einkunn (105 st.).

Vígðist 6. júlí s.á. aðstoðarprestur síra Magnúsar Bl. Jónssonar í Vallanesi, fekk prestakallið 5. dec. 1926 og hélt til æviloka. Eftir hann liggur pr. ein hugvekja í 100 hugvekjum.

Kona: Björg Jónsdóttir frá Vaði í Skriðdal. Tvær dætur þeirra lifðu föður sinn (BjM. Guðfr.; Kirkjurit 1935; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.