Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Þórðarson

(24. dec. 1856–16. okt. 1932)

Sýslumaður.

Foreldrar: Þórður sýslumaður Guðmundsson og kona hans Jóhanna Lárusdóttir kaupm. Knudsens í Rv. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1871, stúdent 1876, með 2. einkunn (76 st.), fór árið eftir til háskólans í Kh., tók þar próf í lögfræði 15. júní 1885, með 2. eink. (63 st.).

Settur málfim. í landsyfirdómi 6. febr. 1886, settur 6. júlí s. á. til aðstoðar Guðmundi sýslumanni Pálssyni í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, í veikindum hans, fekk sýsluna 15. apr. 1887, bjó í Arnarholti, fekk lausn 27. júlí 1914, fluttist síðan til Rv. og andaðist þar, ókv. og bl. Ritstörf: Afmælishugleiðingar, Rv. 1911; Löggæzla, Rv. 1916; Um hæstarétt, Rv. 1921; Nýi sáttmáli, Rv. 1925 (2. pr. s.á. eða 1926); Eftirmáli, Rv. 1926. Greinir eru í Andvara, Iðunni, Vöku, Óðni (BB. Sýsl.; KlJ. Lögfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.