Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Þórðarson

(17. öld)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Þórður Tómasson að Tindum og kona hans Hallgerður Guðmundsdóttir að Dunki, Bjarnasonar.

Svo er að ráða af skjölum, sem hann hafi verið skólagenginn, líkl. stúdent. Býr að Hafrafelli í Króksfirði 1629, kemur við vitnisburðarskjöl síra Einars Guðmundssonar á Stað á Reykjanesi 1634–5.

Kona: Ólöf Þórðardóttir (hefir átt hluta í Bæ í Súgandafirði).

Börn þeirra voru: Sesselja átti Gunnstein Þorvaldsson, Sigríður átti barn með Páli Tómassyni prests frá Snæfjöllum (þau bræðrabörn), Bjarni, Jón (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.