Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Þorvarðsson

(11. jan. 1848–8. maí 1935)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Þorvarður Þórðarson að Núpi á Berufjarðarströnd og kona hans Kristín Sigurðardóttir að Fremri Kleif í Breiðdal, Eiríkssonar. Bjó í Krossgerði 1874–1905, dvaldist síðan með börnum sínum. Vel gefinn maður, ötull og umbótasamur, frömuður í kartöflurækt eystra.

Kona (28. ág. 1874): Málmfríður (d. 1905) Gísladóttir í Krossgerði, Halldórssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Gísli, Árni og Þorvarður, allir búandi í Krossgerði, Jón skrifstofustjóri borgarstjóra í Rv., Ásdís átti Snjólf Stefánsson í Veturhúsum, Anna Kristín átti Jón prentsmiðjustjóra Helgason í Rv. (Heimilisblaðið, 24. árg.; Óðinn XVL; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.