Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Þorsteinsson

(– – 1562)

Prestur.

Foreldrar: Þorsteinn (er sumir telja prest á Völlum, aðrir bónda á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal) Nikulásson (príors, Þormóðssonar) og Guðrún Sigurðardóttir. Hann kemur fyrst við skjöl 1524 og er þá prestur, talinn fyrst að Möðruvöllum í Hörgárdal, var síðan aðstoðarprestur síra Sigurðar Jónssonar á Grenjaðarstöðum og bjó að Hrauni í Aðaldal. Talinn síðan hafa haldið Stað í Kinn, en til þess að útvega syni sínum skóla hafi hann tekið Grímsey 1552, var þar til æviloka, sýktist þar af lélegu drykkjarvatni.

Börn hans með Guðrúnu Finnbogadóttur ábóta að Munkaþverá, Einarssonar: Síra Einar skáld í Heydölum, Þorsteinn í Grímsey, Guðný átti Kára nokkurn í Bárðardal, Ingveldur átti Jón nokkurn Jónsson í Fljótshlíð, Hróðný átti fyrr Ásmund Guðmundsson, síðar Eyjólf Bjarnason (Dipl. Isl.; Blanda I; Bps. bmf. I; JH. Bps. I; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.