Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Þorsteinsson

(21. sept. 1714–1794)

Gullsmiður. Var bróðir Péturs sýslumanns. Átti heima í Kh., mikils metinn, höfuðsmaður í liðsveit borgara þar.

Eftir hann er ritgerð um gylling í 1. b. Lærdómslistafélagsrita; hann tók og þátt í prentun bóka með Pétri, bróður sínum.

Kona: María, dóttir Ottesens Íslandskaupmanns.

Sonur þeirra: Pétur dr. med., héraðslæknir, síðar aukaprófessor við Kóngsberg (Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.