Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Þorleifsson

(um 1734–21. mars 1817)

Prestur.

Foreldrar: Síra „ Þorleifur Björnsson að Hofi í Álptafirði og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir prests í Einholti, Högnasonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1752, stúdent 6. maí 1755, varð djákn í Skálholti 1756, á Staðastað 1757, en að Þykkvabæjarklaustri 17. júlí 1758, 30. mars 1759 var lagt fyrir hann að taka við Staðarhrauni, vígðist 13. maí s. á., missti þar prestskap 1767 vegna hórdómsbrots og of bráðrar barneignar með konu sinni, bjó síðan að Svignaskarði 3 ár, fekk uppreisn 4. dec. 1767, Hvalsnes 1770 (hafði 30. júlí 1768 fengið Stað á Snæfjallaströnd óumbeðið, en afþakkað það), bjó fyrst í Fúlavík, en frá 1772 á Löndum, fekk Hrepphóla 22. okt. 1773, fluttist þangað vorið 1774, fekk Hjarðarholt 21. júlí 1785 (þá komið í mikla niðurníðslu hjá fyrirrennara hans á staðnum), fluttist þangað vorið 1786, sleppti þar prestskap 26. ágúst 1794 við fósturson sinn, síra Jón Gíslason, andaðist hjá honum í Hvammi í Hvammssveit. Var vel efnaður og ötull búmaður, og „maður vandaður“, segir í Hvamms-kirkjubók.

Kona (12. nóv. 1767): Guðrún (d. 27. apr. 1818, talinn 88 ára) Jónsdóttir úr Landeyjum; börn þeirra komust ekki upp (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.