Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Þorleifsson

(17. feb. 1803–4. júní 1865)

Hattari, skáld.

Foreldrar: Þorleifur Jónsson í Stokkhólma í Skagafirði og kona hans Geirlaug Jónsdóttir frá Vöglum (síðar kona Andrésar Ásgrímssonar að Syðri Brekkum). Nam hattagerð í Rv., fór síðan norður aftur, Bjó síðast í Ytri Hofdælum og andaðist þar. Í Lbs. eru kvæði eftir hann.

Kona Í: Kristín Pétursdóttir.

Sonur þeirra: Þorleifur lyfjasveinn (faðir Bertels skálds).

Kona 2: Ólöf Ólafsdóttir, ekkja í Hofdælum; þau bl. (Kl. Jónsson: Saga Reykjavíkur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.