Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Þorbjörnsson

(1777–4. júní 1818)

Prestur.

Foreldrar: Þorbjörn gullsmiður Ólafsson að Lundum og kona hans Þorkatla Sigurðardóttir sýslumanns að Stóra Skógi, Vigfússonar. F. að Helgavatni. Lærði fyrst hjá síra Jóni Jónssyni á Gilsbakka, síðan að Leirá (hjá Magnúsi Stephensen), tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1793, stúdent 23. júní 1797, var þá 2 ár að Vatnsfirði, en var síðan hjá foreldrum sínum, vígðist 10. apr. 1803 aðstoðarprestur síra Guðlaugs Sveinssonar að Vatnsfirði, gegndi því prestakalli eftir lát hans til vors 1809, fluttist þá að Hrafnabjörgum í Hörðudal, varð vorið 1811 aðstoðarprestur síra Magnúsar Sigurðssonar í Miklaholti, varð embættislaus 1812, fluttist þá að Syðra Rauðamel og andaðist þar úr brjóstveiki og landfarsótt.

Kona (19. nóv. 1798): Ólöf (f., um 1771, d. 7. apr. 1828) Guðlaugsdóttir prests að Vatnsfirði, Sveinssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Sveinn drukknaði í Haffjarðará, ókv. og bl., Guðlaugur á Hreimsstöðum, Rannveig átti Jón Þorleifsson á Ferjubakka, Þorbjörn á Helgavatni, Sigríður átti fyrr Helga Jónsson að Guðnabakka, síðar Einar Halldórsson frá Ásbjarnarstöðum, Pálssonar, Sigurður á Mófeldsstöðum átti Þórunni Torfadóttur stúdents Árnasonar. SGrBf. nefnir og launson síra Sigurðar Sigurð að Hólum í Hvammssveit (Vitæ ord.; BB. Sýsl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.