Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ögmundsson

(8. júní [12. júní, Bessastsk.] 1792–24. maí 1818)

Stúdent.

Foreldrar: Ögmundur ráðsmaður Jónsson á Staðastað og kona hans Steinunn Skaftadóttir að Saurum í Staðarsveit, Oddssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1809, stúdent 1. júní 1815, með góðum vitnisburði. Hóf búskap í Arnartungu í Staðarsveit, en andaðist úr brjóstveiki í Vatnsholti, hafði verið heilsuveill frá barnæsku.

Kona (1816): Halla (f. 24. júlí 1795, d. 12. apr. 1833) Sigurðardóttir hreppstjóra síðast að Svarfhóli í Miklaholtshrepp, Guðbrandssonar.

Sonur þeirra: Runólfur á Skerðingsstöðum og Brandsstöðum í Reykhólasveit.

Halla ekkja Sigurðar stúdents átti síðar Daníel Sigurðsson að Haugabrekku á Skógarströnd (Bessastsk.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.