Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ögmundsson

(31. júlí 1767–10. sept. 1834)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ögmundur Högnason að. Krossi og kona hans Salvör Sigurðardóttí Ásgarði í Grímsnesi, Ásmundssonar, F. að Hálsi í Hamarsfirði. Lærði fyrst hjá föðurbróður sínum, síra Stefáni á Breiðabólstað í Fljótshlíð, tekinn í Skálholtsskóla 1783 og var þar þann vetur, hinn síðasta er skóli var þar haldinn, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1786, stúdent 2. júní 1789, með ágætum vitnisburði, var síðan um tíma í þjónustu Skúla landfógeta Magnússonar, en þeim kom ekki saman, og varð hann þá sama haust heimiliskennari hjá kaupmanni á Bássöndum, vígðist 30. júní 1793 aðstoðarprestur föður síns, bjó að Gaularási, fekk prestakallið við uppgjöf hans, 9. mars 1799, og fluttist þá að Krossi, fekk Reynisþing 14. apr. 1802, í skiptum við síra Auðun Jónsson, bjó á Heiði, fekk Ólafsvöllu 27. dec. 1823, fluttist þangað vorið 1824, fekk Þykkvabæjarklaustursprestakall 7. sept. 1827, en fekk leyfi til að vera kyrr og varð bráðkvaddur á Ólafsvöllum (við drykkju). Hann var gáfumaður mikill og vel að sér, en mjög drykkfelldur og þá svakafenginn, geysimikill vexti og mikilhæfur á marga lund.

Kona (7. júlí 1795): Kolfinna (f. 1763, d. 30. júlí 1843) Þorsteinsdóttir að Eiði og Úlfarsfelli, Nikulássonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Runólfur skáld í Skagnesi, síra Ögmundur skáld að Tjörn á Vatnsnesi, Steinunn átti fyrst laundóttur með Páli Guðmundssyni á Hjálmsstöðum, giftist síðan Einari í Vesturkoti á Skeiðum Guðmundssyni í Hvammi í Mýrdal, Loptssonar (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.