Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ólafsson

(– –8. dec. 1643)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur Brandsson að Kvennabrekku og f. eða s. k. hans (Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Stóra Skógi eða Valgerður Stefánsdóttir prests að Und(– – ornfelli, Guðmundssonar). Vígðist 16. júní 1634 þingaprestur að Staðarfells-, Ásgarðs- og Sælingsdalstungusóknum, og skyldi vera vistfastur í Staðarfellssókn, fekk Miðdalaþing 29. febr. 1636 og hélt til æviloka, hrapaði fram af björgum fyrir vestan Hamraenda á leið frá Snóksdal, bjó að Hamraendum.

Kona: Ragnheiður Eggertsdóttir í Snóksdal, Hannessonar.

Dóttir þeirra: Halldóra d. bl. Ragnheiður ekkja síra Sigurðar átti síðar Pálma lögréttumann Henriksson á Breiðabólstað í Sökkólfsdal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.