Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ólafsson

(27. nóv. 1681–25. febr. 1707)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Ólafur Jónsson í Hítardal og kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir prests í Stafholti, Oddssonar. Lærði að mestu skólanám hjá frænda sínum, síra Jóni Halldórssyni í Hítardal, var 1 vetur í Skálholtsskóla, stúdent líkl. 1700 (fremur en 1699), var nokkurn hluta þess vetrar settur heyrari í skólanum, fór utan 1703, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 8. jan. 1704, var veturinn 1705–6 í Noregi skrifari hjá Þormóði Torfasyni, andaðist í Kh. úr bólusótt, ókv. og bl., talinn ágætt mannsefni (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.