Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ólafsson

(1755–17. júlí 1793)

Prestur. Launsonur síra Ólafs Gíslasonar í Saurbæjarþingum og Sigríðar Einarsdóttur, F. í Grunnasundsnesi.

Lærði fyrst hjá síra Einari Þórðarsyni í Hvammi, tekinn í Skálholtsskóla 1776, stúdent 20. apr. 1780, með ágætum vitnisburði, vígðist 25. nóv. 1781 aðstoðarprestur síra Kolbeins skálds Þorsteinssonar í Miðdal, missti þar prestskap 1783 vegna of bráðrar barneignar með konu sinni, fekk uppreisn 21. maí 1790, en gat ekki nýtt sér hana, með því að hann var yfirkominn af holdsveiki, brjóstveikur og blindur, andaðist að Minna Mosfelli í Grímsnesi, hafði áður búið að Snorrastöðum, síðan í Austurey.

Kona (21. nóv. 1782): Guðrún (f. um 1760, d. 3. dec. 1838) Kolbeinsdóttir prests í Miðdal, Þorsteinssonar, Synir þeirra: Sigurður Lyngdal hattari að Ámýrum, Kolbeinn dó ungur. Guðrún ekkja hans átti síðar Eirík dbrm. Vigfússon að Reykjum á Skeiðum (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.