Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ólafsson

(14. mars 1855–12. dec. 1927)

Sýslumaður.

Foreldrar: Ólafur Þormáóðsson í Hjálmholti og kona hans Guðrún Jónsdóttir í Langholti í Flóa, Eyvindssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1869, stúdent 1876, með 1. einkunn ("71 st.), tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 9. júlí 1881, með 2. eink. (85 st.). Settur 20. s.m. sýslumaður í Skaftafellsþingi, frá 1. ág. s.á., fekk sýsluna 6. jan. 1883, bjó þar að Kirkjubæjarklaustri, fekk Árnesþing 9. jan. 1891, frá 1. maí s.á., fekk lausn 30. júlí 1915, frá 1. ág. s.á. Bjó í Kaldaðarnesi og andaðist þar. R. af dbr. 15. sept. 1907.

Kona (1883): Sigríður (f. 23. okt. 1858, d. 24. febr. 1932) Jónsdóttir umboðsmanns í Vík í Mýrdal, Jónssonar, ekkja Sigurðar læknis Ólafssonar í Vestur-Skaftafellssýslu.

Börn þeirra Sigurðar sýslumanns: Jón skrifstofustjóri alþingis, Halla s.k. Eggerts Briems í Viðey, Ólafur landbúnaðarkandídat og bústjóri í Kaldaðarnesi, Guðrún dó óg. og bl., Haraldur söngkennari í Kh. (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; KIJ. Lögfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.