Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ólafsson

(10. júní 1856 – 22. febr. 1942)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Ólafur (d. 11. júlí 1908, 85 ára) Sigurðsson umboðsmaður í Ási í Hegranesi og kona hans Sigurlaug (d. 20. júlí 1905, 77 ára) Gunnarsdóttir á Skíðastöðum, Gunnarssonar. Lærði járnsmíði í Kh. 1877.

Bóndi á Hellulandi í Hegranesi.

Hugvitsmaður; fann upp áhald, „takstrarkonu“, sett á ljái til að sópa grasinu saman; enn fremur nýja gerð af vefstól, dragferju o. fl. Hreppstjóri frá 1883 til æviloka Kona (27. júní 1878): Anna (d. 23. febr. 1920, 68 ára) Jónsdóttir prófasts í Reykholti, Þorvarðssonar. Börn þeirra: Ólafur á Hellulandi, Jón vélfræðingur í Hrísey, Skafti dó ókv., Þórunn fór til Vesturheims (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.