Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ívarsson

(18. nóv. 1899–5. maí 1937)

Skáld.

Foreldrar: Ívar verzlm. Sigurðsson á Stokkseyri og kona hans Oddrún Runólfsdóttir. Tekinn í menntaskóla Rv, 1914, lauk gagnfræðaprófi þar 1917, var um tíma í 4. bekk, en hætti síðan námi. Eftir hann er margt gamankvæða í blöðum (dulnefni Z.). Rit: Vér brosum, Rv. 1929; Alþingismannatal, Rv. 1930; Verkin tala, Rv. 1931.

Kona: Ólafía (f. 1903) Bjarnadóttir í Víðinesi á Kjalarnesi.

Áttu son (Bjarna); slitu samvistir (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.