Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Ásgeirsson

(17.öld)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Ásgeir Einarsson í Tröllatungu og f.k. hans Sigríður Björnsdóttir. Lærði í skóla og varð stúdent, fór utan 1671 með Þormóði Torfasyni og varð þá orsök þess, að Þormóður varð manni að bana í Sámsey; varð ekkert úr frama Sigurðar ytra, kom til landsins 1672, d. fyrir 24. sept. 1689. Hann var skáldmæltur (sálmar í Lbs.). Bjó í Tungu í Steingrímsfirði.

Kona: Ingibjörg Jónsdóttir að Vatnshorni í Haukadal, Péturssonar, ekkja Arnórs lögréttumanns Ásgeirssonar að Ljáskógum. 14

Börn þeirra Sigurðar: Oddur d. í miklu bólu, ókv. og bl., Sigurður í Holti í Neshrepp. Ingibjörg ekkja Sigurðar giftist í þriðja sinn Þórði Þorkelssyni í Bæ í Hrútafirði. Laundóttir Sigurðar: Steinunn átti Þorstein Bjarnason, bróður síra Torfa á Stað á Snæfjallaströnd (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.