Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Árnason, yngri

(1612–um 1670)

Prestur, Faðir: Síra Árni Sigurðsson á Skorrastöðum. Virðist vera í þjónustu Gísla. byskups Oddssonar á fyrstu byskupsárum hans, mun hafa vígzt aðstoðarprestur föður síns haustið 1634, fengið prestakallið 1638, gaf upp staðinn við síra Árna, son sinn, 1669 og andaðist skömmu síðar.

Kona: Guðrún Jónsdóttir prests að Hofi í Álptafirði, Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Árni á Skorrastöðum, Eiríkur, Margrét, Kolbeinn, Ólöf átti Ólaf z Magnússon í Hellisfirði, Marteinssonar, Hjálmar (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.