Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Árnason

(um 1696–1770)

Prestur.

Foreldrar: Síra Árni Þorvarðsson á Þingvöllum og kona hans Guðrún Þorkelsdóttir prests í Görðum á Álptanesi, Arngrímssonar.

Hann lærði um hríð hjá síra Jóni Árnasyni á Stað í Steingrímsfirði, síðar byskupi, og hefir orðið stúdent 1715, var á vegum Jóns byskups Vídalíns, móðurbróður síns, fekk Kross 16. sept. 1720, vígðist 29. s.m., sagði þar af sér prestskap 18. og 23. mars 1735, en var þá sekur orðinn um embættisafglöp, enda drykkjumaður mikill, og varð af málarekstur, síra Sigurður dæmdur frá kjóli og kalli í febr. 1738; bjó hann þá á Torfastöðum í Fljótshlíð, var síðan víða, t.d. 1753–4 á Ökrum í Hraunhrepp (hjá Árna skáldi Böðvarssyni, systursyni sínum), 1755–7T í Nesjum í Grafningi, 1768 tökumaður í Hjálmholti, og þar andaðist hann.

Kona: Ragnheiður Halldórsdóttir prests á Hjaltastöðum Eiríkssonar, ekkja síra Vigfúsar Gíslasonar að Krossi; sóaði hann fjármunum hennar.

Sonur þeirra: Síra Vigfús í Nesi (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.