Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Árnason

(um 1622–14. júní 1690)

Lögréttumaður.

Foreldrar: Árni lögmaður Oddsson og s.k. hans Þórdís Jónsdóttir. Lærði í Skálholtsskóla, var síðan sveinn Brynjólfs byskups Sveinssonar, bjó í Leirárgörðum frá 1651 til æviloka, lögréttumaður í Þverárþingi sunnan Hvítár 1656–86, talinn vel að sér.

Kona (1651). Elín (f. um 1636, d. 1723) Magnúsdóttir sýslumanns í Haga, Jónssonar.

Börn þeirra: Hákon hreppstjóri í Leirárgörðum, Árni lögréttumaður á Grund í Skorradal, Þorbjörg átti Sæmund Árnason að Innra Hólmi, Margrét átti Þórð Pétursson, Þórðarsonar, Ljótunn átti Þorkel Jónsson í Njarðvík, Helga átti Jón lögréttumann Þórðarson á Bakka í Melasveit, Guðlaug (1703: 36 ára), Halldór stúdent (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.