Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Árnason

(3. dec. 1798 – 27. apr. 1879)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Árni (d. 8. júlí 1843, 76 ára) Magnússon í Eyjarkoti á Skagaströnd (á Syðri-Ey, Arasonar á Njálsstöðum, Guðmundssonar á Gauksstöðum á Skaga, Þorsteinssonar) og Ingibjörg (d. 12. okt. 1845, 83 ára) Árnadóttir á Ósi í Miðfirði, Jónssonar.

Fekk gott uppeldi og varð snemma vel að sér. Bjó á Skúfi, Ytri-Ey og Höfnum á Skaga.

Efnabóndi og bjó stórbúi í Höfnum við rausn og höfðingsskap. Vann um mörg ár við verzlun í Höfðakaupstað í vor- og haustkauptíð. Hreppstjóri lengi. Lögfróður og drjúgur og sigursæll málafylgjumaður. Var kosinn varaþm. Skagfirðinga 1845, en sat ekki á þingi. Mikilsmetinn ávallt og sóttur til ráða í vandamálum. Helzti forgöngumaður að stofnun Vinafélags Vindhælishrepps 1847, er síðar var gert að búnaðarfélagi.

Stóð það ekki lengi, en safnaði miklu fé í sjóð. Kona 1: Hlíf (d. 13. maí 1834, 38 ára) Jónsdóttir á Finnsstöðum, Jónssonar; þau bl. Kona 2 (25. júlí 1837): Sigurlaug (d. 18. jan. 1880, 84 ára) Jónasdóttir á Gili í Svartárdal (d. 1819), Jónssonar. Börn þeirra: Árni í Höfnum, Björn á Tjörn, Elísabet átti fyrr J. A. Knudsen veræzlunarstjóra á Hólanesi, síðar Gunnlaug Gunnlaugsson á Syðri-Ey (M.B.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.