Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Árnason

(29. sept. 1767 [1768, Vita]–4. sept. 1849)

Prestur.

Foreldrar: Árni lögréttumaður Hallgrímsson í Sigluvík á Svalbarðsströnd og kona hans Guðrún Þórarinsdóttir. Lærði fyrst hjá síra Erlendi Jónssyni að Hrafnagili, tekinn í Hólaskóla 1787, stúdent 14. maí 1792, með vitnisburði í betra lagi, var síðan um hríð sveinn Sigurðar byskups Stefánssonar, fekk Goðdali 19. nóv. 1793, vígðist 20. apr. 1794, fekk Háls í Fnjóskadal 14. febr. 1800, lét þar af prestskap 1846, fluttist þá að Víðivöllum í Fnjóskadal og andaðist þar.

Hann var vel gefinn, söngmaður og skáldmæltur (sjá Lbs.), fjáraflamaður mikill, starfsamur, búsæll og féfastur.

Kona 1 (1794): Björg (f. 11. mars 1763, d. 17. apr. 1826) Halldórsdóttir á Reynistað Vídalíns, hin mesta merkiskona, og fekk hún minnispening frá konungi í verðleikaskyni 12. maí 1819.

Börn þeirra, sem upp komust: Sigurbjörg átti Halldór Krisjánsson á Hallgilsstöðum, Ragnheiður átti síra Halldór Árnason að Presthólum, Guðríður átti Þorstein sterka Guðmundsson í Krossavík, Halldór stúdent á Úlfsstöðum.

Kona 2 (29. sept. 1827): Valgerður (f. 9. ág. 1788, d. 12. ág. 1849) Magnúsdóttir prests að Hrafnagili Erlendssonar; þau bl. (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.