Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Vigfússon

(8. sept. 1828–8. júlí 1892)

Gullsmiður, fornfræðingur,

Foreldrar: Vigfús Gíslason í Fagradal og kona hans Halldóra Gísladóttir prests á Breiðabólstað á Skógarströnd, Ólafssonar. Stundaði gullsmíðar Varð umsjónarmaður forngripasafnsins í Rv. eftir Sigurð málara Guðmundsson og hélt því starfi til æviloka. Rannsakaði á sumrum sögustaði, og eru þær rannsóknir hans birtar í árbókum fornleifafélags og víðar.

Kona: Ólína María Jakobína (f. í febr. 1819, d. 1. mars 1902), dóttir Ísaks sýslumanns Bonnesens á Velli, ekkja Jóhanns 18 sýslumanns Árnasonar, síðar gift Vigfúsi gullsmið Thorarensen, en skildi við hann. Þau Sigurður barnl. (Árbók fornleifafélags 1892; BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.