Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Vigfússon

(4. nóv. 1887 – 15. dec. 1936)

. Bóndi.

Foreldrar: Vigfús Bergsteinsson á Brúnum undir Eyjafjöllum og kona hans Valgerður Sigurðardóttir á Brúnum, Jónssonar. Bóndi á Brúnum frá 1922 til æviloka. Sýslunefndarmaður frá 1931; átti sæti í fyrstu stjórn Vatnafélags Rangæinga. Var áhugamaður um félagsmál; starfaði mikið fyrir Ungmennafélag Íslands og íþróttamál; fyrsti formaður ungmennafélags í sveit sinni (1906); fulltrúi á fjórðungsþingum og sambandsþingum, fór fyrirlestraferðir fyrir sambandsstjórnina. Organleikari í Stóra-Dalskirkju frá 17 ára aldri; kenndi og organleik. Var kennari í Landeyjum og í Eyjafjallasveit um skeið. Byrjaði gróðursetningu trjáplantna og útiblómarækt fyrstur manna í sveit sinni (1905). Bókhneigður; nam af sjálfs dáðum Norðurlandamál og þýzku. Skáldmæltur. Ritstörf: Ýmsar greinar í blöðum (Skinfaxa, Suðurlandi, Tímanum). Kona (7. júlí 1922): Júlíana Björg (f. 1. júlí 1896) Jónsdóttir í Hallgeirsey, Guðnasonar; hún átti síðar Sigmund skólastjóra Þorgilsson.

Börn Sigurðar og hennar: Jón, Vigfús, Guðrún (Þ.7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.