Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Tómasson

(20. júní 1804 [5. apr. 1806, Bessastsk., 5. apríl 1808, Vita] – 1. febr. 1867)

Prestur.

Foreldrar: Síra Tómas Sigurðsson í Holti í Önundarfirði og kona hans Guðrún Sigurðardóttir prests í Hítarnesi, Jónssonar. F. í Hítarnesi.

Lærði fyrst hjá síra Páli Hjálmarssyni á Stað á Reykjanesi og síra Friðrik Jónssyni sst., tekinn í Bessastaðaskóla 1822, stúdent 1830, með lélegum vitnisburði, varð þá skrifari Bonnesens sýslumanns á Velli (3 ár), missti þar rétt til prestskapar fyrir barneign með Margréti Þórhalladóttur prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Magnússonar (það barn dó ungt), var síðan með föður sínum, fekk uppreisn 9. dec. 1834, vígðist 9. okt. 1836 aðstoðarprestur föður síns og var það til 1847, var fyrst í sambýli við föður sinn, en síðar á Þórustöðum, 18. júlí 1849 var lagt fyrir hann að taka við Grímsey, fluttist þangað árið og hélt til æviloka, dó úr brjóstveiki. Hann var sæmilega gefinn, þókti allgóður ræðumaður, háttprúður, karlmenni að burðum glímumaður mikill, en drykkfelldur í meira lagi og kvenhollur. Dagbækur hans 1832–65 eru í Lbs.

Kona 1 (11. júní 1838): Abígael ljósmóðir (f, 1811, d. um 1870) Þórðardóttir, Þorsteinssonar; þau skildu. Dóttir þeirra: Guðrún Ágústína s. k. Jóns veitingamanns Vedholms á Ísafirði.

Kona 2: Valgerður (f. 1812) Einarsdóttir hreppstjóra að Hreðavatni, Bjarnasonar. Hafði hún verið ráðskona hans og þau átt barn saman utan hjónabands (Vitæ ord. 1836; BB. Sýsl.; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.