Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Torfason

(um 1629–24. júlí 1670)

Prestur.

Foreldrar: Torfi sýslumaður Erlendsson í Árnesþingi og kona hans Þórdís Bergsveinsdóttir prests að Útskálum, Einarssonar, Tekinn í Skálholtsskóla 1646, stúdent 1651, fór utan s. á., var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 3. nóv. s.á., varð attestatus í guðfræði, kom aftur til landsins 1653, vígðist 14. okt. 1655 aðstoðarprestur síra Ólafs Jónssonar í Görðum á Álptanesi, komst þar í deilur miklar við Tómas fógeta Nikulásson, varð því kirkjuprestur í Skálholti 1657, missti þar prestskap 1661 vegna barneignar (með Ingibjörgu Magnúsdóttur, er var skólaþjónustukona), fór utan 1661, fekk uppreisn 5. ág. s. á., kom til landsins 1662, varð þá aðstoðarprestur síra Þorkels Arngrímssonar í Görðum á Álptanesi, fekk Mela 1663, fluttist þangað 1664 og hélt til æviloka. Eftir hann er (í handriti í AM.): Tractatus de magia.

Kona: Elín Benediktsdóttir, Þorleifssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.