Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Thorlacius

(4. júlí 1900– 17. ágúst 1945)

. Skólastjóri. Foreldrar: Ólafur (f. 11. mars 1869) Thorlacius læknir á Djúpavogi, síðar í Rv., og kona hans Ragnhildur (f. 31. okt. 1879) Pétursdóttir kaupmanns frá Akureyjum, Friðrikssonar Eggerz. Stúdent í Rv. 1922 með einkunn 4,46 (58 st.). Lauk kennaraprófi í Rv. 1924. Var kennari á Djúpavogi og sjómaður í 3 ár; kennari við Samvinnuskólann í Rv. eitt ár.

Lagði stund á uppeldis- og barnasálarfræði við Rousseaustofnunina í Genf og lauk þar prófum 1929 og 1931. Kennari á Laugarvatni 1929–30. Skipaður skólastjóri Austurbæjarbarnaskólans í Rv. 10. apr. 1931 og gegndi því starfi til æviloka.

Var í stjórn Samb. ísl. barnakennara frá 1934, formaður frá 1937. Ritari Rauða kross Íslands og formaður unglingadeildar þar. Átti sæti í nefnd, sem undirbjó ný fræðslulög 1934–35. Sat uppeldis- og alþjóðaþing kennara í París 1937.

Ritstörf: Sumardagar, Rv.1939; Um loftin blá, Rv.1940 og 1941; Hrokkinskeggi I–II, Rv. 1945 –46; Charcot við Suðurpól, Rv. 1943. Var ritstjóri Menntamála 1936–41. Kona (29. apr. 1931): Áslaug (f. 21. nóv. 1911) Kristjánsdóttir á Fremstafelli í Köldukinn, Jónssonar. Börn þeirra: Örnólfur, Kristín, Hrafnkell, Hallveig, Kristján (Br7.; skýrslur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.